Skip to main content

Um okkur

Heildarlausn fyrir fyrirtæki

Léttitækni sérhæfir sig í framleiðslu og innflutningi á tækjum til að létta dagleg störf og auka afköst, allt frá léttum vögnum og trillum upp í stóra sérhæfða lyftara. Þú getur verið viss um að vörurnar okkar sameini gæði, endingu og gott verð.

Sérsmíði

Starfsmenn Léttitækni ehf hafa mikla reynslu í hönnun og sérsmíði úr járni, ryðfríu, stáli og áli. Gerum föst verðtilboð.

Innflutningur

Léttitækni ehf flytur inn fjölbreytt úrval af hjólabúnaði, lyfturum, stöflurum, lyftum og ýmis tæki til að létta störfin. Ávalt hefur verið lögð áhersla á að bjóða uppá aðeins hágæða vörur sem uppfylla ströngustu kröfur.

Af hverju léttitæki?

Allt sem einfaldar og sparar vinnu og tíma er eftirsóknarvert að því gefnu að kostnaðurinn sé innan þeirra marka sem stjórnendur telja eðlilegan miðað við niðurstöðuna.

Afköst fyrirtækis eru mælanleg. Með réttum tækjum er hægt að auka afköstin. Dæmi um slíkt er flutningur á aðföngum, geymsla þeirra og fleira. Tímasparnaður skiptir fyrirtæki máli og er auðreiknanlegur í peninga. Starfsmannahald er dýrt. Álag á starfsmenn vegna vöðvatengdra verkefna getur verið mikið og þess vegna gaf félagsmálaráðuneytið út reglugerð 499/1994:

“Reglugerð félagsmálaráðuneytisins um öryggi og hollustu þegar byrðar eru handleiknar, nr. 499/1994 kveður á um að atvinnurekandi skuli hafa viðeigandi hjálparbúnað eða tæki til reiðu fyrir starfsmenn til að draga út hættu á heilsutjóni . Reglurnar gilda um þau tilvik þegar byrðum er lyft, þeim ýtt eða þær eru fluttar til með handafli. Atvinnurekanda er þá skylt að gera ráðstafanir til að starfsmenn komist hjá því að handleika byrðar þannig að þeim stafi hætta af, og er það ýmist gert með breyttu skipulagi eða með notkun hjálpartækja.”

Langvarandi álag getur valdið ýmsum kvillum sem aftur leiða til minni afkasta og jafnvel fjarveru frá vinnu. Umfram allt byggir starfsemi fyrirtækja og stofnana á að fækka handtökum, gera leiðir greiðar og auðveldari. Þannig næst meiri og betri árangur.

Starfsfólk

  • Jóhann Sigurjón Jakobsson – Framkvæmdastjóri

Póstur:  jsj (hjá) lettitaekni.is

Sími: 661-0057

  • Péturína Laufey Jakobsdóttir – Fjármálastjóri

Póstur:  plj (hjá) lettitaekni.is

  • Jakob Jóhann Jónsson – Verkefnastjóri

Póstur:  jj (hjá) lettitaekni.is

  • Sveinn Eggert Jónsson – Sölumaður Reykjavík

Póstur:  sej (hjá) lettitaekni.is

  • Grímur Guðmundsson – Léttitækjasmiður

 

  • Njáll Runólfsson – Léttitækjasmiður

 

Opnunartími verslunar

  • Reykjavík ( Lokað í hádegi ) mán-fim: 9-17 & fös 9-16
  • Blönduós ( Lokað í hádegi ) mán-fös: 8-16

Um fyrirtækið

Léttitækni ehf

kt. 550395-2589

Lögheimili: Efstabraut 2, Blönduósi

Sími skrifstofu Blönduósi: 452-4442

Sími verslun Reykjavík: 567-6955

Netfang: [email protected]