SANO LIFTKAR SAL Pro 170 Fold-L | Rafdrifin tröpputrilla
kr. 836.892 (með vsk.)
Eftir áratugareynslu erlendis og hér á Íslandi kynnum við nýja og endurbætta útgáfu SAL tröpputrillunnar: Sal PRO
Byggt er á gömlu endingargóðu trillunni og var hún nútímavædd m.a. með virkilega endingargóðu lithium batteríi, nýju stjórnborði og nýju ljósi sem lýsir niður í tröppur ef vinna þarf í dimmu.
Fold-L útgáfan er sú sem hefur verið mest seld af okkur frá upphafi og reynum við að eiga hana á lager – til taks fyrir þig þegar þarf.
Sveifluhandfangið er notað þegar farið er upp og niður tröppur, “Pistolgrip” handföngin ( þessi föstu sem standa út ) eru notuð þegar rölt er með vörur á jafnsléttu.
- Burður mest 170kg ( einnig 110 og 140kg fáanlegar )
- Klifurhraði mest u.þ.b. 29 þrep á mínútu, miðað við enga lestun, fer eitthvað hægar þegar mikill þungi er á.
- Ending per hleðslu á rafhlöðu er u.þ.b. 2000þrep upp, m.v. enga lestun, fer eitthvað minna þegar þungi er á.
- Hámarkshæð þrepa er 210mm
- Ystu mál: 1350 * 480 * 280mm Hæð*breidd*dýpt – samanbrotinn pallur og handfang.
- Eiginþyngd ca 17,2kg + 1,6kg batterý
- Fellipallur ( Toeplate G pallur fylgir= 420*340mm )
- Vönduð 260mm loftgúmmíhjól á kúlulegum, ( strikfrí og massív hjól fáanleg sem aukahlutur )
- Modular design = allir partar útskiptanlegir ef þarf og eigum við mikið magn varahluta á lager.
1 á lager



