AC-FJ40 Lyftara- og vélatjakkur 4.0/5.0t

kr. 218.237 (með vsk.)

Sérstakur hjólatjakkur sem ætlaður er fyrir lyftara og aðrar vinnuvélar.

Táin á skærunum fer einstaklega lágt niður, þegar þarf að lyfta undir lyftara, staflara, vinnulyftur og fleiri lág tæki.

Toppurinn á súlunni lyftir 5tonnum, hana er hægt að nota til þess að lyfta til dæmis traktorum, gröfum, spjótlyftum og fleiri stærri tækjum.

 • Lyftihæðir á skærum eru frá 55mm upp í 410mm ( Lyftigeta 4000kg )
 • Lyftihæðir á súlu eru frá 455mm upp í 730mm ( Lyftigeta 5000kg )
 • Eiginþyngd 43kg
 • – Öll helstu mál má sjá á mynd hér til hliðar.
 • Breiður og sterkur botn samsoðinn úr stáli.
 • Stiglaus slökun
 • Innbyggður öryggisloki sem leyfir tjakknum ekki að tjakka meiri þyngd en uppgefið er.
 • Hægt er að læsa handfangi í ca. 45° stöðu sem auðveldar færslu til og frá á sléttu gólfi.

Allar vörur frá AC eru framleiddar í Danmörku, þetta er þeirra stolt og gera þeir sitt besta í því að láta framleiða íhluti og annað innanhúss.

3ja ára ábyrgð er á öllum hlutum en upp í 10 ára ábyrgð á völdum hlutum, eins og td. grindar og burðarhlutum.

Sjá hér um ábyrgð AC: http://www.ac-hydraulic.dk/en/sales-and-technical-literature/warranty/

  Senda fyrirspurn

  Vörunúmer: AC-FJ40 Flokkar: ,

  vörumerki

  AC-Hydraulic