Um fyrirtækið
Forsíða
Markmið
Starfsemi
Starfsfólk
Framleiðsla Blönduósi
Verslun Reykjavík
Viðgerðaþjónusta
Hvatningarverðlaun SSNV

Vörur

Betur vinnur vit en strit


Léttitækni hlýtur hvatningarverðlaun SSNV árið 2009

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) veitir árlega hvatningarverðlaun til fyrirtækis á starfssvæði samtakanna. Hvatningarverðlaun SSNV – atvinnuþróunar hafa verið veitt frá árinu 1999 og eru þau í senn hvatning til áframhaldandi starfsemi og viðurkenning fyrir góðan árangur. Markmið verðlaunanna er að hvetja til nýsköpunar og þróunar og vekja athygli á því sem vel er gert á Norðurlandi vestra.

Að þessu sinni er það fyrirtækið Léttitækni ehf. á Blönduósi sem hlýtur verðlaunin vegna þess frumkvæðis og framsýni sem stjórnendur og starfsmenn hafa sýnt við uppbyggingu fyrirtækisins og þróunar á gæðavörum. Fyrirtækið er í eigu Jakobs Jónssonar og Katrínar Líndal á Blönduósi og er stofnað árið 1995.



Léttitækni hefur sýnt fram á að fyrirtæki í sérhæfðri framleiðslu geta náð góðum árangri með starfsemi á landsbyggðinni. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa lagt áherslu á vöruþróun með það að markmiði að mæta síbreytilegum þörfum markaðarins. Fyrirtækið hefur vaxið mikið síðustu misseri ekki síst vegna opnunar söludeildar í Reykjavík og aukinnar áherslu á innflutning.



Verðlaunagripurinn Verðlaunagripurinn er tréskurðarverk gert af Hrefnu Aradóttir handverks- og listakonu á Blönduósi. Gripurinn er skorinn út í Húnvetnskan alaskavíði á fæti úr lerkisneið.

Hvatningarverðlaun SSNV hafa áður verið veitt eftirtöldum aðilum:

Árið 2008 - Sjávarleður á Sauðárkróki.
Árið 2007 - Siglufjarðar Seigur, bátasmiðja.
Árið 2006 - Forsvar ehf á Hvammstanga
Árið 2004 - Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi.
Árið 2003 - Háskólinn á Hólum.
Árið 2002 - Síldarminjasafnið á Siglufirði.
Árið 2001 - Hestamiðstöðin Gauksmýri.
Árið 2000 - Vesturfarasetrið á Hofsósi.
Árið 1999 - Kántrýbær á Skagaströnd.


Hafðu samband - við léttum undir með þér.

Vörur
Íslenska
Léttitækni ehf | Sími: 452 4442 - Fax: 452 4330 | Verslun Stórhöfða 27, neðan við hús
Sími: 567 6955 | lettitaekni@lettitaekni.is
English
Danish


© 2010 HUGMYNDIR